Newcastle hefur fengið Matt Targett að láni frá Aston Villa út þessa leiktíð.
Targett er 26 ára gamall. Hann er fjórði leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín í þessum mánuði. Fyrir hafa þeir Kieran Trippier, Christ Wood og Bruno Guimaraes mætt á svæðið.
,,Ég er glaður með að vera kominn. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hitta alla stuðningsmennina. Vonandi verður seinni hluti leiktíðarinnar góður,“ sagði Targett við heimasíðu Newcastle.
✍️ #NUFC are delighted to announce the signing of Matt Targett on loan from Aston Villa until the end of the season!
⚫️⚪️
— Newcastle United FC (@NUFC) January 31, 2022