fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433

Stuðningsmaður Kosóvó: Íslenskir stuðningsmenn eru frábærir

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 27. október 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fats allur

Bandaríski söngvarinn, píanóleikarinn og rokkfrumkvöðullinn Fats Domino er látinn, 89 ára að aldri. Domino var fæddur og alinn upp í New Orleans og hafði tónlistarhefð borgarinnar mikil áhrif á stíl hans. Domino var einn allra fyrsti R’n’B tónlistarmaðurinn til að ná til hvítra áheyrenda og varð einn vinsælasti flytjandinn í fyrstu kynslóð rokktónlistarmanna ásamt Elvis Presley, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis. Hann sendi frá sér hvern slagarann á fætur öðrum og enduðu 11 lög hans á bandaríska topp 10-listanum á seinni hluta sjötta áratugarins, meðal annars lögin Blueberry Hill og Ain’t That a Shame.

Gárur fortíðarinnar

Gríðarstór varanleg innsetning eftir Ólaf Elíasson er meðal verka sem prýða nýjar höfuðstöðvar fjármálafyrirtækisins Bloomberg í Evrópu, en byggingin er staðsett í fjármálahverfinu City í London. Höfuðstöðvarnar eru sagðar vera einhver sjálfbærasta skrifstofuhúsaþyrping í heiminum í dag og innihalda þær þar að auki mikinn fjölda nýrra listaverka eftir heimsfræga nútímalistamenn. Verk Ólafs, sem hann nefnir No future is possible without a past og verður hægt að horfa á bæði ofan frá og neðan, hverfist um álfilmu sem minnir á gárað yfirborð vatns.

Strippandi sjóari

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson kemur fyrir í nýju tónlistarmyndbandi frá bandarísku rokksveitinni The National. Í myndbandinu, sem er við lagið I’ll Still Destroy You af plötunni Sleep Well Beast, birtist Ragnar í hlutverki sjóara sem fækkar fötum og dansar við súlu á barnum Dóp og spilling. Myndbandið var tekið upp á Haven-festival, sem fór fram í Kaupmannahöfn í sumar. Ragnar og meðlimir The National hafa unnið áður saman, meðal annars fékk hann sveitina til að spila lagið „A lot of sorrow“ stanslaust í sex klukkutíma í MoMA fyrir nokkrum árum og meðlimir sveitarinnar hafa tekið þátt í öðrum verkum Ragnars.

Smásögur Hanks

Fyrr í mánuðinum kom út fyrsta bókin eftir leikarann og tvöfalda óskarsverðlaunahafann Tom Hanks. Bókin, sem nefnist Uncommon Type: some stories, er safn 17 smásagna sem tengjast innbyrðis í efnivið, í gegnum persónur og umfram allt í gegnum ritvélar. Bókin hefur fengið misgóða dóma. Melissa Katsoulis, gagnrýnandi Times, segir hana „nokkuð góða“ og gagnrýnandi NPR-útvarpsins segir að þótt bókin sé ekki frábær bjóði hún upp á „hjartnæman sjarma og nostalgíu eftir betri, einfaldari tímum“, á meðan gagnrýnandi The Guardian er harðari og segir flestar sögurnar vera auðgleymanlegar, í meðallagi og snertar af ómerkilegheitum þess sem hefur ekkert annað fram að færa en hæfilega ritfærni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina