

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir í Kringlunni og í Smáralind til að undirbúa komu verslunarkeðjunnar H&M.
Viðskiptablaðið greinir frá því að um 1.000 fermetra verslunarrými myndist við breytingarnar í Kringlunni. Ekki hefur verið tilkynnt hvaða verslun eða verslanir verða fluttar í rýmið.
Verslun H&M verður í 2.600 fermetra rými í Kringlunni. Þá slær Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, á sögusagnir um að til standi að færa rúllustigann við Hagkaup. Hann segir það ekki standa til.
Líkt og áður hefur komið fram verða F&F og sérvöruverslun Hagkaupa fluttar niður á fyrstu hæð í Kringlunni á næstunni og sameinast þar matvöruverslun Hagkaupa.