
AC Milan og Arsenal hafa áhuga á Romeo Ritter, ungum leikmanni Dortmund, ef marka má frétt Sky í Þýskalandi.
Um er að ræða 17 ára gamlan spennandi miðvörð sem spilar sem stendur með U-19 ára liði þýska stórveldisins.
Ritter vonast til að brjótast inn í aðallið Dortmund en skoðar þó aðra kosti og hvort hann telji þá henta sér betur. Samningur hans gildir aðeins í 18 mánuði til viðbótar.
Arsenal og Milan fylgjast því með gangi mála. Þau horfa á hann sem mögulegan framtíðarleikmann.