

Samkvæmt fréttum vill Brooklyn Beckham ekki hafa nein samskipti við foreldra sína, David Beckham og Victoria Beckham, á meðan fjölskyldudeilan heldur áfram.
Daily Mail greindi frá því á fimmtudag að hinn 26 ára gamli Brooklyn og foreldrar hans hafi skipt á bréfum síðasta sumar, en einungis í gegnum lögfræðinga sína.
Brooklyn á að hafa gert skýra kröfu um að foreldrar hans hafi ekki samband við hann beint né fjalli um hann opinberlega á samfélagsmiðlum, heldur fari öll samskipti fram í gegnum lögmenn hans.

Ástæðan á að vera sú að Brooklyn hafi orðið sár eftir umfjöllun sem sneri að eiginkonu hans, Nicola Peltz, þar sem gefið var í skyn að hún „stjórnaði“ honum og að hann væri eins konar „gísl“ í sambandinu.
Heimildarmaður segir að David hafi verið sagt að eiga aðeins samskipti í gegnum lögmannsstofuna Schillings. Fulltrúar Brooklyn og David hafa ekki tjáð sig um málið.
Yngri bróðir Brooklyn, Cruz Beckham, sagði nýverið að Brooklyn hefði lokað á bæði foreldra sína og hann sjálfan á Instagram og hafnaði því að David og Victoria hefðu lokað á elsta son sinn.
Þrátt fyrir að Brooklyn hafi vantað í ársyfirlit David á Instagram birti David þó mynd af þeim saman sama dag og lagði áherslu á að hann væri þakklátur fyrir fjölskylduna og elskaði öll börnin sín fjögur.