
Ethan Nwaneri hefur verið í aukahlutverki hjá Arsenal á þessari leiktíð og gæti farið annað á láni í janúar.
BBC fjallar til að mynda um þetta í dag, en þessi 18 ára gamli leikmaður hefur ekki tekist að komast í stórt hlutverk í liði Mikel Arteta.
Nwaneri varð 15 ára gamall yngsti leikmaður til að spila í ensku úrvalsdeildinni, er hann kom inn á fyrir Arsenal gegn Brentford. Miklar vonir eru bundnar við hann.
Því er þó velt upp hvort það gæti verið best fyrir framtíð hans að fara annað á láni í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Eins tekur þó við þétt prógram hjá Arsenal eftir áramót, en liðið er í baráttunni á öllum vígstöðvum, deild, bikarkeppnum og Meistaradeild. Gætu fleiri mínútur því beðið manna eins og Nwaneri.