

Fyrrverandi varnarmaður Manchester United og knattspyrnusérfræðingur Gary Neville gagnrýndi Gabriel Martinelli, leikmann Arsenal harðlega fyrir framkomu hans í leik Arsenal og Liverpool. Leiknum lauk með markalausu jafntefli í kvöld.
Neville sagði framkomu Martinelli vera „algjörlega skammarlega“ og bætti við að hann skildi vart hvernig Liverpool-leikmenn hefðu ekki brugðist mun harðar við.
Atvikið átti sér stað þegar Martinelli lét boltann detta á Conor Bradley, sem lá meiddur á vellinum. Í kjölfarið reyndi Brasilíumaðurinn að ýta Bradley af leikvellinum á meðan Liverpool-maðurinn lá mjög verkjaður í grasinu.
Það var augljóst að Bradley hafði orðið fyrir alvarlegum meiðslum og var hann síðar borinn af velli á börum, greinilega kvalinn. Neville sagði hegðun Martinelli sýna skort á íþróttamennsku og virðingu, sérstaklega í ljósi alvarleika meiðslanna.
Atvikið hefur vakið mikla umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem margir telja framkomu Arsenal-mannsins óásættanlega og kalla eftir viðbrögðum frá félaginu eða enska knattspyrnusambandinu.