fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 10:30

Darren Fletcher í stúkunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Fletcher verður áfram við stjórnvölinn hjá Manchester United þegar liðið mætir Brighton á Old Trafford í 3. umferð FA-bikarsins á sunnudag.

Fletcher staðfesti þetta eftir 2-2 jafntefli United gegn Burnley í gærkvöldi, þar sem liðið hélt áfram að valda vonbrigðum.

„Forráðamenn félagsins hafa beðið mig um að stýra liðinu á sunnudag og allur hugur minn fer í það verkefni,“ sagði Fletcher.

Hann sagði einnig leikinn í gær hafa verið vonbrigði. „Við gefum mörk of auðveldlega. Það er einfaldlega ekki nógu gott.“

Á meðan halda stjórnendur félagsins áfram leit að bráðabirgðastjóra út tímabilið, en Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick eru taldir líklegastir í því samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist