
Ole Gunnar Solskjær er viðstaddur jarðarför Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, en líklegt er að hann skrifi undir samning við Manchester United á morgun.
Norðmaðurinn þykir mjög líklegur til að taka við til bráðabirgða, en hann stýrði United áður frá 2018 til 2021, auk þess að vera auðvitað goðsögn hjá félaginu frá tíma sínum sem leikmaður.
Norskir miðlar segja þó að lítið verði að frétta af stjóramálum United í dag þar sem jarðarför Hareide, sem lést á dögunum, fer fram í dag.
Tíðinda gæti verið að vænta á morgun, en United hóf stjóraleit í upphafi vikunnar þegar Ruben Amorim var rekinn. Talið er að félagið ætli að ráða Solskjær út leiktíðina og annan mann til frambúðar í sumar