
Jack Grealish fékk afar sérkennilegt rautt spjald í leik Everton gegn Wolves í gærkvöldi.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Everton komst yfir og var útlitið gott lengi vel. Úlfarnir jöfnuðu þó þegar um 20 mínútur lifðu leiks og svo fengu markaskorarinn Michael Keane og Grealish rauð spjöld.
Fyrra gula spjald Grealish fékk hann fyrir mótmæli í kjölfar rauða spjalds Keane, en það síðara fyrir kaldhæðnislegt klapp í átt að dómaranum eftir að hann dæmdi aukaspyrnu.
Grealish missir af einum leik en Keane af næstu þremur, þar á meðal FA-bikarleik Everton gegn Sunderland um helgina.