
Micky van de Ven reifst harkalega við stuðningsmenn eftir dramatískt 3-2 tap gegn Bournemouth í gærkvöldi.
Það gengur ekkert upp hjá Tottenham og mikill hiti er á stjóranum Thomas Frank. Stuðningsmenn létu óánægju sína í ljós eftir leik en hollenski varnarmaðurinn virtist hreinlega til í slagsmál við þá, gaf hann það allavega í skyn.
Pedro Porro reifst einnig við stuðningsmenn áður en Joao Palhinha kom, ræddi við stuðningsmenn og reyndi að róa mannskapinn niður.
„Þetta voru einfaldlega stuðningsmenn að tjá vonbrigði sín. Við skiljum það auðvitað og berum virðingu fyrir þeim fyrst og fremst. Ég sagði bara að við værum öll að berjast fyrir sama markmiði,“ sagði Palhinha við fjölmiðla eftir leik.
Hér að neðan má sjá uppákomuna.
Spurs players clashing with the travelling fans at full-time at the Vitality Stadium 😬 pic.twitter.com/csDvgKbIze
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 7, 2026