

Júlíus Mar Júlíusson gengur til liðs við Kristiansund í Noregi frá KR. Frá þessu er sagt á vefsíðu KR.
Júlíus Mar kom til KR frá Fjölni, uppeldisfélagi sínu, í október árið 2024.
Síðan þá hefur hann spilað 25 leiki fyrir félagið auk þess sem hann var varafyrirliði liðsins. Þá hefur hann spilað 6 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
„Knattspyrnufélag Reykjavíkur þakkar Júlíusi Mar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í nýju og spennandi verkefni,“ segir á vef KR.