fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 10:00

Antoine Semenyo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antoine Semenyo er að ganga í raðir Manchester City og fer hann í læknisskoðun í dag.

Sóknarmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Bournemouth á leiktíðinni og skilar það honum þessum skiptum. Nokkuð er síðan varð ljóst að Ganverjinn færi til City en hann hefur þó haldið áfram að spila fyrir Bournemouth. Hann skoraði sigurmarkið í lokaleik sínum fyrir félagið gegn Tottenham í gær.

Mikið hefur verið fjallað um 65 milljóna punda klásúlu í samningi Semenyo hjá Bournemouth en David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, segir að City greiði aðeins lægri upphæð en það, til að byrja með hið minnsta.

City greiðir 62,5 milljónir punda og 1,5 milljónir til viðbótar síðar meir. Bournemouth fær svo 10 prósent af næstu sölu leikmannsins.

Semenyo skrifar undir 5 og hálfs árs samning í Manchester og gæti hann verið kynntur sem nýr leikmaður félagsins strax í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist