
Antoine Semenyo er að ganga í raðir Manchester City og fer hann í læknisskoðun í dag.
Sóknarmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Bournemouth á leiktíðinni og skilar það honum þessum skiptum. Nokkuð er síðan varð ljóst að Ganverjinn færi til City en hann hefur þó haldið áfram að spila fyrir Bournemouth. Hann skoraði sigurmarkið í lokaleik sínum fyrir félagið gegn Tottenham í gær.
Mikið hefur verið fjallað um 65 milljóna punda klásúlu í samningi Semenyo hjá Bournemouth en David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, segir að City greiði aðeins lægri upphæð en það, til að byrja með hið minnsta.
City greiðir 62,5 milljónir punda og 1,5 milljónir til viðbótar síðar meir. Bournemouth fær svo 10 prósent af næstu sölu leikmannsins.
Semenyo skrifar undir 5 og hálfs árs samning í Manchester og gæti hann verið kynntur sem nýr leikmaður félagsins strax í dag.
🚨 Manchester City to complete signing of Antoine Semenyo outside release clause. Deal worth £62.5m + £1.5m & 10% of future sale profit to Bournemouth. 26yo Ghana attacker to join #MCFC from #AFCB on 5.5yr contract – subject to medical today @TheAthleticFC https://t.co/UjT6ibsTLQ
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 8, 2026