
Tveir lykilmenn gætu verið að endursemja við AC Milan, þrátt fyrir áhuga úr ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Um er að ræða þá Fikayo Tomori og Mike Maignan. Báðir hafa verið orðaðir við brottför, sá síðarnefndi einna helst við Chelsea.
Gianluca Di Marzio segir þó að bjartsýni sé innan herbúða Milan um að framlengja við markvörðinn, en viðræður fara fram á næstu dögum. Maignan verður samningslaus í sumar svo það liggur nokkuð á.
Tomori, sem er einmitt fyrrum leikmaður Chelsea, er samningsbundinn til 2027 en tvö félög í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á honum.
Nicolo Schira heldur því þó fram að varnarmaðurinn sé staðráðinn í að skrifa undir nýjan samning í Mílanó.