
Chelsea staðfesti í gær ráðninguna á Liam Rosenior sem nýjum stjóra liðsins. Enskir miðlar velta því fyrir sér hvernig byrjunarliðið verður undir hans stjórn.
Rosenior, sem lék með Brighton, Hull, Reading, Fulham og fleiri liðum á leikmannaferlinum, hefur gert góða hluti með franska úrvalsdeildarliðið Strasbourg undanfarið, en það er systurfélag Chelsea og því greið lið yfir.
Hann tekur við af Enzo Maresca, sem hvarf á brott á dögunum eftir ósætti við menn á bak við tjöldin.
The Sun setti saman tvö möguleg byrjunarlið undir stjórn Rosenior, þar sem má bæði sjá þriggja og fjögurra manna varnarlínu til að mynda.

