

Erik ten Hag er snúinn aftur til Twente í Hollandi þar sem hans þjálfaraferill byrjaði.
Ten Hag mun ekki taka við sem stjóri hollenska liðsins heldur mun starfa þar sem tæknilegur ráðgjafi.
Ten Hag hefur störf þann 1. febrúar en hann hefur verið án starfs eftir brottrekstur frá Bayer Leverkusen á síðasta ári.
Fyrir það var Hollendingurinn hjá Manchester United eftir að hafa gert flotta hluti með Ajax.