

Antoine Semenyo verður kynntur sem nýr leikmaður Manchester City næsta föstudag.
Frá þessu greina stærstu miðlar Englands en vængmaðurinn mun gangast undir læknisskoðun á fimmtudag.
Semenyo er á mála hjá Bournemouth en hann mun kosta City um 65 milljónir punda.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Bournemouth enda um þeirra mikilvægasta leikmann að ræða.