
West Ham er að ganga frá samkomulagi við Callum Wilson um að rifta samningi hans við félagið samkvæmt helstu miðlum.
Ljóst þykir að framherjinn verður í aukahlutverki eftir að félagið samdi við tvo nýja framherja, Taty Castellanos og Pablo Felipe.
Hinn 32 ára gamli Wilson gekk í raðir West Ham í sumar á frjálsri sölu frá Newcastle. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar.
Wilson á að baki níu A-landsleiki fyrir hönd Englands. Hann hefur leikið fyrir Bournemouth og uppeldisfélagið Coventry, auk West Ham og Newcastle.