fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

433
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV er eina liðið í efstu deild karla sem er án þjálfara, þrír mánuðir eru í að Besta deildin fari af stað en Þorlákur Árnason sagði upp störfum í desember.

ÍBV hefur rætt við nokkra aðila um að taka við liðinu en ekki enn fundið arftaka Þorláks sem sagði óvænt upp störfum, var hann ósáttur við ráðningu á framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar.

Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði liðsins var ráðinn í starfið en Þorlákur sagðist ekki geta sætt sig við það.

„Mér er alveg sama hver tekur við, hann náði upp stemmingu í þetta. Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu,“ sagði Mikael Nikulásson í Þungavigtinni í dag og vitnaði þá í það að forráðamenn ÍBV hefðu engu svarað eftir að Þorlákur sagði óvænt upp störfum.

Mikael segir stærsta vandamálið í Eyjum vera að áhuginn fyrir fótboltaliðinu sé varla til staðar. „Það er enginn áhugi á fótbolta í Vestmannaeyjum, þeir ná ekki að halda dampi mjög lengi nema að fólkið komi með þeim. Þetta er erfitt.“

Mikael segir að Þorlákur hafi fengið upp stemmingu en óttast að erlendur þjálfari nái því ekki. „Það heyrist í einum á vellinum, það er enginn á vellinum. Það eru fleiri á vellinum í 2. deild, það er enginn áhugi. Láki náði upp Eyja-stemmingu, erlendur þjálfari mun ekki ná því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist