fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jason Wilcox, yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United, átti stormasaman fund með Ruben Amorim á föstudag, aðeins þremur dögum áður en Portúgalinn var rekinn.

Samkvæmt The Sun sagði Wilcox Amorim að hann væri ekki af sama kalíberi og aðrir stjórar, sem kveikti mikla reiði hjá þeim síðarnefnda.

Heimildir blaðsins innan félagsins segja Amorim hafa tryllst þegar Wilcox gagnrýndi hann fyrir taktík og vinnubrögð, þrátt fyrir að Wilcox hefði lagt áherslu á að hann væri helsti stuðningsmaður Amorim. Wilcox ku hafa minnt á að hann væri yfirmaður Amorim og hefði fullt leyfi til að veita slíka endurgjöf.

Í kjölfarið vakti athygli að Amorim krafðist þess á blaðamannafundi sínum að vera kallaður knattspyrnustjóri, ekki aðeins þjálfari.

„Ég veit að ég heiti ekki Tuchel, Conte eða Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United. Ég ætla ekki að segja upp. Ég sinni mínu starfi þar til annar tekur við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United