
Þriðja umferð enska bikarsins fer af stað um helgina og ef ofurtölvan góða hefur rétt fyrir sér byrjar tíð Liam Rosenior hjá Chelsea illa.
Úrvalsdeildarliðin koma nú inn í keppnina og Chelsea mætir nágrönnum sínum í Charlton á laugardag. Samkvæmt spánni endar leikurinn 1-1 eftir venjulegan leiktíma áður en Chelsea tapar 4-2 í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliðinu. Það yrði afar slæm byrjun fyrir Rosenior, sem var nýverið ráðinn eftir skyndilegt brottrekstur Enzo Maresca.
Annars staðar í umferðinni er einnig spáð dramatík. Manchester United á að gera 1-1 jafntefli við Brighton en vinna 4-1 í vítaspyrnukeppni. Arsenal er spáð 2-0 sigri gegn Portsmouth, Liverpool á að vinna Barnsley örugglega 4-0 og Manchester City er talið slá Exeter út 5-0. Aston Villa á að vinna Tottenham 3-2.
Spá ofurtölvunnar er hér að neðan.


