
Ítalski miðillinn Tuttosport heldur því fram að Simone Inzaghi hafi hafnað því að taka við Manchester United.
Inzaghi stýrir í dag Al-Hilal í Sádi-Arabíu eftir að hafa gert góða hluti með Inter í heimalandinu. Hann fær vel greitt þar og er ekki á förum.
Tuttosport fullyrðir þó að United, sem rak Ruben Amorim í upphafi vikunnar, hafi heyrt í kappanum. Hann á að hafa afþakkað pent.
Darren Fletcher stýrir United gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Talið er að félagið sé svo í leit að bráðabirgðastjóra út leiktíðina, áður en það finnur mann til frambúðar í sumar.