fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United og sparkspekingur, var látinn heyra það af Craig Burley, sérfræðingi ESPN, á samfélagsmiðlum.

Neville ræddi stöðuna hjá United í Sky Sports á mánudagskvöld, skömmu eftir að Amorim var rekinn. Þar sagði Neville að félagið yrði að snúa aftur að rótum sínum og ráða knattspyrnustjóra sem passi við DNA Manchester United.

Hann vill leggja áherslu á sóknarsinnaða knattspyrnu, að nota unga leikmenn og að félagið ætti ekki að aðlaga sig að stjóranum, heldur öfugt.

Ummælin féllu ekki í kramið hjá Craig Burley, sem birti myndband af Neville á X og skrifaði við: „Ummæla-niðurgangur, aftur!“

Athygli vekur að Amorim sjálfur nefndi Neville beint í síðustu viðtölum sínum sem stjóri United eftir jafntefli gegn Leeds. Þar gagnrýndi hann stöðuga umræðu og álag frá fjölmiðlum og sérfræðingum á borð við Neville og sagði að ef félagið réði ekki við gagnrýni frá Gary Neville þyrfti eitthvað mikið að breytast.

Þetta reyndust hans síðustu orð í starfi, en Amorim var látinn fara á mánudagsmorgun. Darren Fletcher stýrir liðinu til bráðabirgða gegn Burnley í kvöld, á meðan leit að nýjum stjóra heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United