
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er á förum frá Preston North End til Þýskalands samkvæmt Lancashire Evening Post.
Samkvæmt miðlinum er hann mættur í læknisskoðun hjá Hannover 96, sem spilar í þýsku B-deildinni. Greiðir félagið um 800 þúsund pund fyrir hann. Það er svipuð upphæð og Preston keypti hann á frá Silkeborg sumarið 2024.
Stefán, sem er 27 ára og hefur leikið 24 A-landsleiki fyrir Ísland, hefur spilað 64 leiki fyrir Preston og skorað þrjú mörk auk þess að leggja upp þrjú til viðbótar.
Hann var lykilmaður á síðasta tímabili, lék 39 leiki í Championship og hjálpaði liðinu að forða sér frá falli á lokadegi mótsins. Á yfirstandandi tímabili hefur hann hins vegar verið í minna hlutverki.
Hannover hafði samband við Preston strax í upphafi janúargluggans og fékk leikmanninum leyfi til að ræða við félagið.
Hannover er í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig, 4 stigum frá þriðja sætinu.