

Albert Guðmundsson var á skotskónum fyrir Fiorentina í grátlegu jafntefli gegn Lazio í kvöld.
Staðan var 1-1 þegar brotið var á Alberti innan teigs og vítaspyrna var dæmd á 89. mínútu.
Albert fór sjálfur á punktinn og skoraði en litlu mátti muna að markvörður Fiorentina hefði varið spyrnuna.
Allt stefndi í sigur Fiorentina en Pedro jafnaði fyrir Lazio með marki af vítapunktinum á 95. mínútu. Albert var þá farinn af velli.
Jafntefli staðreynd og Fiorentina fjórum stigum frá öruggu sæti.