fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca hefur sent frá sér tilfinningaþrungna kveðju á samfélagsmiðlum, fimm dögum eftir að hann lét af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea.

Leiðir Chelsea og Maresca skildu á nýársdag eftir slaka frammistöðu og vaxandi spennu milli Ítalans og stjórnar félagsins. Í aðdraganda brottfararinnar hafði Maresca verið gagnrýndur fyrir að ræða við fulltrúa Manchester City og Juventus, sem Chelsea taldi vanvirðingu gagnvart félaginu.

Samkvæmt The Athletic upplýsti hann Chelsea bæði í október og desember um að hann væri í samskiptum við aðila tengda City vegna mögulegrar stöðu þar í framtíðinni.

Á Instagram birtir Maresca yfirlýsingu þar sem hann þakkar stuðningsmönnum, leikmönnum og félaginu. „Ég yfirgef Chelsea vitandi að félagið er þar sem það á heima,“ skrifar hann.

Maresca þakkaði stuðninginn síðustu 18 mánuði og sagðist stoltur af því að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti aftur, vinna Sambandsdeildina og heimsmeistaramót félagsliða.

„Þessir sigrar munu alltaf vera í hjarta mínu. Takk, Chelsea, frá mér og fjölskyldu minni.“

Skömmu áður hafði Chelsea tilkynnt að Liam Rosenior hefði verið ráðinn knattspyrnustjóri til fimm og hálfs árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Riftir eftir erfiða mánuði

Riftir eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag aftur til Hollands

Ten Hag aftur til Hollands
433Sport
Í gær

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Í gær

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa