
Manchester City hefur misst annan lykilmann í meiðsli en Ruben Dias verður frá keppni í fjórar til sex vikur vegna meiðsla aftan í læri.
Dias þurfti að fara af velli undir lok 1-1 jafnteflis City gegn Chelsea. Portúgalski varnarmaðurinn hafði byrjað níu af síðustu tíu leikjum liðsins og er lykilmaður í vörninni. Þetta er því mikið högg fyrir leikjaálagið sem framundan er.
Josko Gvardiol meiddist einnig í leiknum og verður lengi frá. City skoðar það að fara út á markaðinn og kaupa miðvörð í janúar. Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, er orðaður við félagið.
City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir Arsenal í kjölfar þess að hafa misstigið sig tvo leiki í röð.