
Þungavigtarbikarinn fer fram í fjórða sinn í ár og hefst það á laugardag. Mótið hefur fest sig í sessi sem mikilvægur liður í íslenska undirbúningstímabilinu.
Sex lið taka þátt í mótinu eins og fyrri ár. Riðla og leikjadagskrá má sjá hér að neðan. HK og Stjarnan eigast við annars vegar í fyrstu umferð og Njarðvík og Keflavík hins vegar, en liðin mættust einmitt í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni í fyrra, þar sem Keflvíkingar höfðu betur og fóru að lokum upp.
FH-ingar unnu mótið fyrstu tvö árin en Breiðablik tók sigur í fyrra. Í ár taka fjögur Bestu deildarlið þátt og tvö úr Lengjudeildinni.
A-riðill
Njarðvík
Keflavík
FH
B-riðill
ÍA
Stjarnan
HK
10. janúar
Njarðvík – Keflavík kl. 12:00 í Reykjaneshöll
HK – Stjarnan kl. 11:30 í Kórnum
17. janúar
ÍA – HK kl. 11:00 í Akraneshöll
FH – Njarðvík kl. 11:00 í Skessunni
24. janúar
Keflavík – FH kl. 12:00 í Reykjaneshöll
Stjarnan – ÍA kl. 16.00 í Miðgarði
Að riðlakeppni lokinni er spilað milli riðla um öll sæti á mótinu. Fara þeir leikir fram í mars.