fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 13:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungavigtarbikarinn fer fram í fjórða sinn í ár og hefst það á laugardag. Mótið hefur fest sig í sessi sem mikilvægur liður í íslenska undirbúningstímabilinu.

Sex lið taka þátt í mótinu eins og fyrri ár. Riðla og leikjadagskrá má sjá hér að neðan. HK og Stjarnan eigast við annars vegar í fyrstu umferð og Njarðvík og Keflavík hins vegar, en liðin mættust einmitt í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni í fyrra, þar sem Keflvíkingar höfðu betur og fóru að lokum upp.

FH-ingar unnu mótið fyrstu tvö árin en Breiðablik tók sigur í fyrra. Í ár taka fjögur Bestu deildarlið þátt og tvö úr Lengjudeildinni.

A-riðill
Njarðvík
Keflavík
FH

B-riðill
ÍA
Stjarnan
HK

10. janúar
Njarðvík – Keflavík  kl. 12:00 í Reykjaneshöll
HK – Stjarnan kl. 11:30 í Kórnum

17. janúar
ÍA – HK kl. 11:00 í Akraneshöll
FH – Njarðvík kl. 11:00 í Skessunni

24. janúar
Keflavík – FH kl. 12:00 í Reykjaneshöll
Stjarnan – ÍA kl. 16.00 í Miðgarði

Að riðlakeppni lokinni er spilað milli riðla um öll sæti á mótinu. Fara þeir leikir fram í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Í gær

O’Neil tekur líklega við

O’Neil tekur líklega við
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun