
Enskir miðlar veita því athygli hvaða leikmenn hafa þakkað Ruben Amorim opinberlega fyrir samstarfið eftir brottreksturinn í gær.
Amorim var rekinn eftir 14 mánuði í starfi, þar sem gengið var slakt og samband hans við yfirmenn var farið að stirðna hressilega.
Þá voru ekki allir leikmenn sáttir við Portúgalann, en þó hafa allir nema níu þakkað honum opinberlega á samfélagsmiðlum.
Fyrirliðinn Bruno Fernandes þakkaði Amorim og einnig menn eins og Diogo Dalot og Harry Maguire.
Það hefur þó ekkert heyrst frá Altay Bayindir, Tom Heaton, Senne Lammens, Kobbie Mainoo, Tyrell Malacia, Lisandro Martinez, Noussair Mazraoui, Chido Obi, Manuel Ugarte
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Mainoo þakki Amorim ekki fyrir. Var hann algjörlega settur út í kuldann eftir komu hans. Þá reyndi stjórinn að losa Tyrell Malacia án árangurs og gagnrýndi hann hinn unga Chido Obi opinberlega á dögunum.