

Martin O’Neill er mættur aftur til Celtic og mun stýra liðinu út tímabilið en frá þessu var greint í dag.
O’Neill er alls ekki að taka við Celtic í fyrsta sinn en hann þjálfaði liðið tímabundið fyrr á tímabilinu og náði flottum árangri.
Wilfried Nancy tók við af O’Neill í Skotlandi en hann var látinn fara eftir aðeins átta leiki og slakan árangur.
Nancy hafði gert tveggja og hálfs árs samning við Celtic en hann tók einnig við á miðju tímabili af Brendan Rodgers.
Það verður undir O’Neill að koma Celtic á rétta braut fyrir næsta tímabil en annr maður verður líklega ráðinn í sumar.