
Það er talið að Gary O’Neil taki við starfi Liam Rosenior hjá Strasbourg, en sá síðarnefndi var ráðinn til Chelsea í dag og tekur þar með við af Enzo Maresca.
Rosenior, sem lék með Brighton, Hull, Reading, Fulham og fleiri liðum á leikmannaferlinum, hefur gert góða hluti með franska úrvalsdeildarliðið Strasbourg undanfarið, en það er systurfélag Chelsea og því greið lið yfir.
O’Neil hefur gert fína hluti með Bournemouth og Wolves á stjóraferlinum og virðist hann vera á leið í sitt þriðja starf, nú í Frakklandi með Strasbourg. Samkomulag ku vera í höfn ef marka má helstu miðla.
Strasbourg er í 7. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og hafnaði liðið efst í Sambandsdeildinni fyrir áramót. Þetta er því spennandi verkefni fyrir O’Neill.