

Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United, vill ekki sjá Enzo Maresca taka við liðinu en hann hefur verið orðaður við félagið.
United ákvað að reka Ruben Amorim úr starfi í gær en Maresca sagði sjálfur upp hjá Chelsea fyrir nokkrum dögum.
Butt er ekki hrifinn af hugmyndinni að fá inn Maresca en ástæðan er tenging hans við Manchester City.
Maresca var um tíma í þjálfarateymi Pep Guardiola hjá City og er það eitthvað sem veldur Butt áhyggjum.
,,Ef Maresca mætir inn… Ekki misskilja mig ég er hrifinn af honum sem þjálfara en hans bakgrunnnur… Ég myndi skila inn ársmiðanum,“ sagði Butt.
Butt spilaði á sínum tíma um 400 leiki fyrir United og þekkir vel það hatur sem er á milli United og City.