
Jonny Evans mun snúa aftur til Manchester United til að aðstoða bráðabirgðastjórann Darren Fletcher eftir að Ruben Amorim var rekinn í gær.
Evans, sem hefur lagt skóna á hilluna, var síðasta sumar ráðinn sem yfirmaður lánssamninga og þróunar hjá félaginu en lét nýlega af þeirri stöðu.
Hinn 38 ára gamli Evans mun hjálpa Fletcher við undirbúning liðsins fyrir deildarleikinn gegn Burnley annað kvöld. Fletcher og Evans spiluðu saman hjá United í níu ár áður en þeir fóru til West Brom árið 2015.
United mun svo líklega ráða bráðabirgðastjóra út þessa leiktíð, áður en maður verður fundinn til frambúðar í sumar.