

Manchester City er talið ætla að blanda sér í baráttuna um varnarmanninn Marc Guehi í janúar.
Þetta kemur fram í frétt BBC en Guehi hefur helst verið orðaður við Liverpool undanfarna mánuði.
Liveprool reyndi að kaupa Guehi í sumar án árangurs en hann er fyrirliði Crystal Palace.
Vegna meiðslavandræða ætlar City að reyna að ná í enska landsliðsmanninn em verður samningslaus í sumar.
Flest bendir til þess að Guehi verði seldur í þessum glugga en hvort City geti skákað Liverpool er óljóst.