fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Amorim og leikmaður United í hár saman á æfingu á dögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim lenti í útistöðum við leikmann á æfingasvæði Manchester United aðeins nokkrum vikum áður en hann var rekinn frá félaginu, samkvæmt umfjöllun The Athletic um síðustu daga Portúgalans á Old Trafford.

Amorim var látinn fara í gærmorgun, 420 dögum eftir að hann tók við liðinu. Gengið undir hans stjórn var slakt og vaxandi spenna milli Portúgalans og yfirmanna hans á Old Trafford hjálpaði ekki til.

Í The Athletic kemur fram að Lisandro Martinez hafi látið Amorim heyra það á æfingu í desember. Atvikið átti sér stað í kringum leiki gegn Crystal Palace og West Ham, en Martinez taldi sig tilbúinn að byrja leiki á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Argentínumaðurinn taldi Amorim horfa framhjá sér og lét því vel í sér heyra.

Amorim tók þessu þó vel og tók gagnrýni Martinez til greina. Varnarmaðurinn kom inn á gegn Palace og West Ham og var í byrjunarliðinu í 1-0 sigri gegn Newcastle á annan í jólum.

Atvikið undirstrikar þó spennuþrungið andrúmsloft sem einkenndi síðustu vikur Amorim hjá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Í gær

O’Neil tekur líklega við

O’Neil tekur líklega við
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun