

Strasbourg í Frakklandi er að horfa á ungan Bandaríkjamann til að taka við af Liam Rosenior sem er líklega að kveðja félagið.
Rosenior hefur gert flotta hluti með Strasbourg sem stjóri en hann er líklega á leið til Chelsea og verður arftaki Enzo Maresca.
Maresca er óvænt hættur hjá Chelsea en samband hans og stjórnar félagsins slitnaði fyrr á tímabili.
Eric Ramsay er líklegastur til að taka við Strasbourg sem er í eigu sömu manna og eiga enska félagið.
Ramsay hefur þjálfað Minnesota United undanfarin tvö ár en hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður hjá Manchester United og þjálfari U23 liðs Chelsea.