
Juventus er með Beto, framherja Everton, á blaði sem möguleika í félagaskiptaglugganum samkvæmt Gazzetta dello Sport.
Beto er 27 ára gamall og hefur verið á mála hjá Everton síðan 2023. Hann er hins vegar á eftir Thierno Barry í goggunarröðinni í Liverpool sem stendur.
Hann gæti því verið opinn fyrir brottför og er stórlið Juventus að kanna málið. Ítalski risinn vill sækja framherja í þessum mánuði og hefur fjöldi leikmanna verið orðaðir við Tórínó.