fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Federico Chiesa er til í að gera allt til að komast frá Liverpool í janúar eftir að hafa mest megnið setið á varamannabekknum undir stjórn Arne Slot.

Ítalinn gekk til liðs við Liverpool sumarið 2024 frá Juventus, en hefur ekki náð að festa sig í byrjunarliðinu. Hann hefur komið við sögu í 16 af 22 deildarleikjum á tímabilinu, en aðeins byrjað einn þeirra.

Samkvæmt Calciomercato er Juventus áhugasamt um að fá Chiesa aftur til Tórínó, en á erfitt með að ganga að kröfum Liverpool. Enska félagið vill selja leikmanninn núna og metur hann á 13–17 milljónir punda, en Juventus vill fyrst fá hann á láni með kauprétti.

Til að hjálpa skiptunum í gegn er Chiesa sagður tilbúinn að lækk­a laun sín, sem nema um 6,5 milljónum punda á ári. Hann telur sig þurfa reglulegan spilatíma til að eiga möguleika á að vera valinn í HM-hóp Ítalíu í sumar.

Chiesa er samningsbundinn Liverpool til ársins 2028.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland spilar á heimavelli Forest

Ísland spilar á heimavelli Forest
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður foreldrana að tala við dóttur sína þrátt fyrir OnlyFans – Pabbinn sem er þekktur kallaði hana hóru

Biður foreldrana að tala við dóttur sína þrátt fyrir OnlyFans – Pabbinn sem er þekktur kallaði hana hóru
433Sport
Í gær

Konate æfði ekki í dag – Flaug heim til Frakklands vegna vandamáls í fjölskyldunni

Konate æfði ekki í dag – Flaug heim til Frakklands vegna vandamáls í fjölskyldunni