fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Nýtt nafn á blaði Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur kannað möguleikann á að ráða Niko Kovac sem nýjan knattspyrnustjóra, samkvæmt Sky Sports.

United rak Ruben Amorim fyrr í mánuðinum og hefur Michael Carrick verið ráðinn til loka tímabils.

Kovac, sem er 54 ára, tók við Borussia Dortmund í janúar 2025 og skrifaði nýverið undir samning til 2027. Þrátt fyrir það er talið að United hafi áhuga á að lokka hann til Englands, ekki síst vegna áhuga Christopher Vivell, yfirmanns ráðninga hjá United, sem þekkir Kovac vel.

Kovac hefur víðtæka reynslu, en hann hefur áður stýrt króatíska landsliðinu, Frankfurt, Bayern Munchen, Monaco og Wolfsburg. Dortmund er í öðru sæti þýsku deildarinnar og í 10. sæti Meistaradeildarinnar undir hans stjórn.

Oliver Glasner er þá áfram sagður líklegur til að taka við í sumar, en hann mun þá yfirgefa Crystal Palace við lok samnings síns í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal lánar eitt sitt mesta efni í hörkuna í Frakklandi

Arsenal lánar eitt sitt mesta efni í hörkuna í Frakklandi
433Sport
Í gær

Fær dóm eftir dónaleg skilaboð og að elta konuna uppi þegar hún var við störf – „Ég vil eignast börnin þín“

Fær dóm eftir dónaleg skilaboð og að elta konuna uppi þegar hún var við störf – „Ég vil eignast börnin þín“