
Manchester United hefur kannað möguleikann á að ráða Niko Kovac sem nýjan knattspyrnustjóra, samkvæmt Sky Sports.
United rak Ruben Amorim fyrr í mánuðinum og hefur Michael Carrick verið ráðinn til loka tímabils.
Kovac, sem er 54 ára, tók við Borussia Dortmund í janúar 2025 og skrifaði nýverið undir samning til 2027. Þrátt fyrir það er talið að United hafi áhuga á að lokka hann til Englands, ekki síst vegna áhuga Christopher Vivell, yfirmanns ráðninga hjá United, sem þekkir Kovac vel.
Kovac hefur víðtæka reynslu, en hann hefur áður stýrt króatíska landsliðinu, Frankfurt, Bayern Munchen, Monaco og Wolfsburg. Dortmund er í öðru sæti þýsku deildarinnar og í 10. sæti Meistaradeildarinnar undir hans stjórn.
Oliver Glasner er þá áfram sagður líklegur til að taka við í sumar, en hann mun þá yfirgefa Crystal Palace við lok samnings síns í London.