
FC Kaupmannahöfn hefur náð samkomulagi við Fiorentina um að fá miðjumanninn Amir Richardson að láni út tímabilið. Danska félagið mun greiða öll laun leikmannsins fram í júní og hefur tryggt sér kauprétt sem nemur 9 milljónum evra.
Richardson, sem er 23 ára landsliðsmaður Marokkó, gekk til liðs við Fiorentina frá Reims sumarið 2024 en hefur átt erfitt uppdráttar á Ítalíu. Hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í Serie A á yfirstandandi tímabili.
FCK situr sem stendur í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og á enn möguleika á að fara áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
Richardson lék 39 leiki fyrir Fiorentina, sem er með íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson innanborðs, á síðasta tímabili og kom að þremur mörkum. FCK bindur vonir við að hann geti endurvakið feril sinn í Danmörku.
Hjá FCK hittir Richardson fyrir Íslendingana Viktor Bjarka Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson.
🚨⚪️🔵 FC Copenhaghen agree deal to sign Amir Richardson from Fiorentina, here we go!
Deal done on initial loan, salary covered until June and €9m buy option clause. pic.twitter.com/i0xeTgPEtz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2026