
Jean-Philippe Mateta hefur látið Crystal Palace vita að hann vilji yfirgefa félagið í janúarglugganum, samkvæmt helstumiðlum. Aston Villa og Juventus hafa sýnt franska framherjanum áhuga.
Palace hefur engan sérstakan áhuga á að selja hann, enda á hann 18 mánuði eftir af samningi sínum. Það þyrfti því gott tilboð til að félagið íhugi sölu.
Palace hyggst styrkja hóp sinn í janúar með það að markmiði að ná góðum árangri í Sambandsdeildinni og enda eins ofarlega og mögulegt er í ensku úrvalsdeildinni. Félagið seldi nýverið fyrirliðann Marc Guehi til Manchester City fyrir 20 milljónir punda og hefur Oliver Glasner staðfest að hann láti af störfum í sumar.
Aston Villa eru jafnframt að reyna að fá Tammy Abraham og Juventus er einnig að skoða Youssef En Nesyri sem valkost.
Mateta hefur skorað 48 mörk í 149 leikjum fyrir Palace og á þrjá landsleiki fyrir Frakkland.