
Mateo Biondic er að ganga í raðir Union St. Gilloise í Belgíu í því sem verða sennilega ein áhugaverðustu félagaskipti janúargluggans.
Biondic er 22 ára gamall framherji sem spilar með Trier í þýsku D-deildinni. Hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp fimm í 17 leikjum fyrir áramót.
Union er á toppi belgísku deildarinnar og er einnig í Meistaradeildinni. Þar er liðið með sex stig og á enn möguleika á að komast í útsláttarkeppnina, en á eftir krefjandi leiki við Bayern Munchen og Atalanta.
Biondic var á yngri árum í akademíum Hannover, Schalke og Paderborn, en hefur svo varið síðustu árum í neðri deildunum. Það verða viðbrigði fyrir hann að spila í Meistaradeildinni í þessum mánuði.
🚨🇧🇪 Union Saint-Gilloise have agreed on deal to sign striker Mateo Biondic in a move from 4th division in Germany… to Champions League football.
Agreement between the clubs done with Eintracht Trier, medical following soon. 🇩🇪 pic.twitter.com/7dL3lPMEnE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2026