fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. janúar 2026 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca steig sjálfur til hliðar sem stjóri Chelsea á nýársdag þar sem að hann taldi stöðu sína orðna óásættanlega. Sky Sports fjallar um málið.

Maresca yfirgaf Stamford Bridge eftir dapurt gengi undanfarin mánuð eða svo, en aðeins vannst einn sigur í síðustu sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er Chelsea er nú 15 stigum á eftir toppliði Arsenal.

Samskipti Maresca við við stjórn félagsins höfðu versnað mikið, meðal annars vegna ágreinings við lækna og annað starfsfólk um álag á leikmönnum og getur þeirra til að takast á við það.

Eftir 2-0 sigur á Everton í desember vakti Maresca mikla athygli þegar hann sagðist hafa upplifað verstu 48 klukkustundirnar hjá félaginu og gaf í skyn að fólkið bak við tjöldin hafi brugðist honum.

Þó Maresca hafi að lokum stigið til hliðar sjálfur hafði Chelsea þegar verið að íhuga að gera breytingu í brúnni, meðal annars vegna úrslita, fjölmiðlaumræðu og tengsla Maresca við önnur félög. Hefur hann vakið áhuga tveggja stórliða sem leika í Meistaradeildinni að sögn Sky Sports, en hann hefur til að mynda verið orðaður við Manchester City, hvar hann starfaði í akademíunni fyrr á ferlinum.

Liam Rosenior, stjóri Strasbourg, er nú talinn líklegasti arftakinn. Hann hefur vakið mikla lukku hjá eigendum Chelsea, BlueCo, sem einnig eiga Strasbourg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“
433Sport
Í gær

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool