
Ole Gunnar Solskjær verður að stöfum fyrir UEFA á Meistaradeildarleik Liverpool og Qarabag í kvöld.
Norðmaðurinn var orðaður við starf knattspyrnustjóra Manchester United á dögunum, en félagið ákvað að ráða Michael Carrick sem tímabundinn stjóra út leiktíðina.
Solskjær, sem stýrði United á árunum 2018–2021, átti samkvæmt fréttum í viðræðum við forráðamenn félagsins.
Í hlutverki sínu hjá UEFA mun Solskjær greina leiki út frá sjónarhorni þjálfara, skoða taktík og þróun í leiknum og skila ítarlegum skýrslum með hjálp myndbanda og gagna.
Margir þekktir knattspyrnustjórar hafa sinnt þessu hlutverki áður, þar á meðal Fabio Capello, Frank de Boer og Gareth Southgate.