

Crystal Palace er einungis tilbúið að samþykkja varanlega sölu á sóknarmanninum Jean-Philippe Mateta í janúar.
Lundúnaliðið er opið fyrir sölu á franska landsliðsmanninum ef verðmiðinn, sem er um 35 milljónir punda, næst og félagið finnur viðeigandi arftaka.
Nottingham Forest gerði tilboð í gær en Palace vill meiri aur.
Palace er þó ekki virkt í að reyna að selja markahæsta leikmann sinn. Samningsviðræður hafa hins vegar strandað og því gæti félagið neyðst til að skoða alvarleg tilboð. Samningur Mateta rennur út í lok tímabilsins 2026/27.
Félagið vill ekki ræða lánssamninga nema fastur kaupréttur fylgi með, sem er ekki háður ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt Sky á Ítalíu hefur Juventus þrýst á um skyldukaup ef félagið tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þar sem Juventus er nú í fimmta sæti Serie A er óvíst hvort það markmið næst.
Óljóst er hvort Juventus geri frekari atlögu að Mateta eftir að samningar um Youssef En Nesyri runnu út í sandinn um helgina.