

Juventus er meðal þeirra félaga sem eru að skoða möguleikann á að fá Joshua Zirkzee, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. Þetta kemur fram hjá Sky á Ítalíu. Ítalska stórveldið er að meta stöðuna á markaðnum eftir að viðræður um Youssef En Nesyri hafa strandað um helgina.
Zirkzee er nú á lista Juventus ásamt Jean-Philippe Mateta, á meðan félagið veltir fyrir sér næstu skrefum sínum ef samningar um En Nesyri ganga endanlega ekki upp. Áhugi Roma á hollenska landsliðsmanninum er einnig vel þekktur og hefur verið til umræðu um tíma.
Zirkzee hefur ekki verið í leikmannahóp Manchester United í síðustu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni, gegn Manchester City og Arsenal.
Samkvæmt Sky Sports News voru stjórnendur United meðvitaðir um áhuga Roma, en félagið er þó ekki talið vera að leita að sölu á leikmanninum í þessum glugga.
Einnig hefur komið fram að Zirkzee vilji helst vera áfram hjá United. Þó ber að nefna að þessi afstaða var tekin á meðan Ruben Amorim stýrði liðinu, en Michael Carrick hefur nú tekið við sem bráðabirgðastjóri og hefur hingað til ekki notað Zirkzee.