fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
433Sport

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 07:00

Edin Dzeko í landsleik með Bosníu-Hersegóvínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Schalke, sem spilar í þýsku B-deildinni, hefur tekið stórt skref í átt að því að fá Edin Dzeko til liðs við sig.

Samkvæmt Sky og fleiri miðlum hefur þessi 39 ára gamli framherjinn náð samkomulagi við Schalke um eigin kjör.

Dzeko er nú samningsbundinn Fiorentina, sem er með íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson innanborðs, út yfirstandandi tímabil og viðræður milli félaganna standa enn yfir.

Schalke vonast til að ná lendingu á næstu dögum, en endanleg niðurstaða ræðst af því hvort samkomulag næst við ítalska félagið.

Ef af félagaskiptunum verður mun Dzeko skrifa undir frammistöðutengdan samning. Bosníumaðurinn hefur að mestu komið inn af bekknum hjá Fiorentina á tímabilinu.

Paris FC hefur einnig verið orðað við Dzeko, en Schalke virðist nú vera í forystunni í baráttunni um þennan fyrrum leikmann Manchester City og fleiri stórliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

FH kaupir Adolf Daða úr Garðabænum

FH kaupir Adolf Daða úr Garðabænum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mætti í beina útsendingu tveimur vikum eftir andlátið í fjölskyldunni – „Það var óvanalegur kvíði“

Mætti í beina útsendingu tveimur vikum eftir andlátið í fjölskyldunni – „Það var óvanalegur kvíði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Thomas Frank heldur starfinu hið minnsta yfir helgina

Thomas Frank heldur starfinu hið minnsta yfir helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma virðist hafa áhuga á því að fara frá City

Donnarumma virðist hafa áhuga á því að fara frá City
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill fá svör um framtíð sína – Óttast að HM sé í hættu

Vill fá svör um framtíð sína – Óttast að HM sé í hættu