
Schalke, sem spilar í þýsku B-deildinni, hefur tekið stórt skref í átt að því að fá Edin Dzeko til liðs við sig.
Samkvæmt Sky og fleiri miðlum hefur þessi 39 ára gamli framherjinn náð samkomulagi við Schalke um eigin kjör.
Dzeko er nú samningsbundinn Fiorentina, sem er með íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson innanborðs, út yfirstandandi tímabil og viðræður milli félaganna standa enn yfir.
Schalke vonast til að ná lendingu á næstu dögum, en endanleg niðurstaða ræðst af því hvort samkomulag næst við ítalska félagið.
Ef af félagaskiptunum verður mun Dzeko skrifa undir frammistöðutengdan samning. Bosníumaðurinn hefur að mestu komið inn af bekknum hjá Fiorentina á tímabilinu.
Paris FC hefur einnig verið orðað við Dzeko, en Schalke virðist nú vera í forystunni í baráttunni um þennan fyrrum leikmann Manchester City og fleiri stórliða.