fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Fer frá einu Íslendingaliði í annað

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Kaupmannahöfn hefur náð samkomulagi við Fiorentina um að fá miðjumanninn Amir Richardson að láni út tímabilið. Danska félagið mun greiða öll laun leikmannsins fram í júní og hefur tryggt sér kauprétt sem nemur 9 milljónum evra.

Richardson, sem er 23 ára landsliðsmaður Marokkó, gekk til liðs við Fiorentina frá Reims sumarið 2024 en hefur átt erfitt uppdráttar á Ítalíu. Hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í Serie A á yfirstandandi tímabili.

FCK situr sem stendur í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og á enn möguleika á að fara áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Richardson lék 39 leiki fyrir Fiorentina, sem er með íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson innanborðs, á síðasta tímabili og kom að þremur mörkum. FCK bindur vonir við að hann geti endurvakið feril sinn í Danmörku.

Hjá FCK hittir Richardson fyrir Íslendingana Viktor Bjarka Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Verður næstdýrastur í sögunni

Verður næstdýrastur í sögunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer formlega fram á sölu

Fer formlega fram á sölu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref