fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

„Manchester er bara í rúst“

433
Laugardaginn 10. janúar 2026 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson, sem stýra hlaðvarpinu og vefsíðunni Handkastið, voru gestir Helga Fannars í Íþróttavikunni á 433.is og hituðu upp fyrir EM í handbolta en ræddu fótboltann einnig.

Ruben Amorim var auðvitað rekinn frá Manchester United á dögunum og er leit að nýju manni í fullum gangi. Styrmir er mikill stuðningsmaður liðsins.

„Ég er búinn að fara fram og til baka með þetta. Það sem hann gerði vel er að hann losaði svolítið af þessum kúkalöbbum sem voru að leka úr klefanum, Garnacho og Rashford og fleiri. Svo skoðar maður gögnin. Við vorum í topp 3 í sköpuðum færum, topp 3 í skotum á á markið, topp 3 í XG en við náum ekki að halda helvítis markinu hreinu,“ sagði Styrmir.

Amorim þótti ansi þrjóskur á sitt kerfi.

„Bestu þjálfarar í heimi aðlaga sig andstæðingnum. Stutta svarið er að ég held að þetta hafi verið komið gott. Var hann á einhverri vegferð? Mögulega. En Manchester er bara í rúst. Ég nenni ekki að byrja upp á nýtt í áttunda skiptið. Og það er enginn spennandi þarna úti,“ sagði Styrmir.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 2 dögum

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo