

Eftirleikur brottreksturs Ruben Amorim frá Manchester United heldur áfram og nú virðist ljóst að hans verði ekki saknað af öllum fyrrverandi leikmönnum sínum.
Amorim var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United á mánudagsmorgun eftir 14 mánaða veru hjá félaginu. Brottreksturinn var niðurstaða langvarandi ágreinings milli hans og yfirstjórnar félagsins.
Samkvæmt Daily Mail Sport var fall hans innsiglað þegar hann neitaði að gefa eftir varðandi sitt uppáhaldskerfi með þremur miðvörðum, sem fór illa í stjórnendur félagsins.
Eftir að fréttirnar bárust hafa nokkrir leikmenn úr aðalliðinu þakkað Amorim opinberlega á samfélagsmiðlum, þar á meðal fyrirliðinn Bruno Fernandes og Diogo Dalot. Hins vegar hafa nokkrir áberandi leikmenn haldið þögninni, alls níu talsins.
Einn þeirra er miðjumaðurinn Kobbie Mainoo. Hann birti ekkert þakkarorð en „lækkaði“ þó færslu á Instagram sem gerði grín að brottrekstri Amorim. Í færslunni var vísað til þess að Amorim fengi um 10 milljón punda starfslokagreiðslu.
Aðrir leikmenn sem hafa ekki tjáð sig eru meðal annars Lisandro Martínez, Casemiro, Manuel Ugarte og markvörðurinn Senne Lammens. Þá hafa einnig Altay Bayindir, Tom Heaton, Noussair Mazraoui og Tyrell Malacia setið í þögninni.
Þögnin er af mörgum túlkuð sem skýr skilaboð um klofning innan hópsins.